Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 21. júlí 2014 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Marca: James Rodriguez kynntur hjá Real Madrid á morgun
Mynd: Getty Images
James Rodriguez, leikmaður AS Monaco í Frakklandi, verður kynntur sem leikmaður Real Madrid á morgun en spænska blaðið Marca greinir frá þessu í kvöld.

James, sem er 22 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður, átti magnað mót í sumar er hann varð markahæstur á HM í Brasilíu en hann fór með Kólumbíu alla leið í átta liða úrslit mótsins.

Hann stóð sig gríðarlega vel með Porto fyrir tveimur árum áður en hann var keyptur til AS Monaco síðasta sumar fyrir 45 milljónir evra.

Hann var valinn besti leikmaður Monaco á síðustu leiktíð og var um leið með flestar stoðsendingar í frönsku deildinni en hann er á leið frá félaginu.

Monaco og Real Madrid hafa náð samkomulagi um James en hann verður kynntur í kvöld eða snemma á morgun. Hann verður kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins á morgun en Madrídarliðið borgar 80 milljónir evra fyrir hann.

Það er því útlit fyrir að spænski miðjumaðurinn Isco sé á útleið fyrst James er á leiðinni en hann hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool undanfarna daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner