Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. júlí 2014 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Mirror: Tottenham leggur fram tilboð í Griezmann
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur lagt fram 20 milljóna punda tilboð í franska vængmanninn Antoine Griezmann en Mirror greinir frá þessu í kvöld.

Griezmann, sem er 23 ára gamall, hefur leikið með Real Sociedad allan sinn feril en hann hefur leikið yfir 200 leiki og skorað 50 mörk.

Hann hefur verið orðaður sterklega við Real Madrid undanfarnar vikur en félagið hefur þegar keypt Toni Kroos og þá er James Rodriguez á leiðinni og ljóst að Griezmann er ekki á leið þangað.

Tottenham Hotspur hefur nú lagt fram 20 milljóna punda tilboð í Griezmann samkvæmt Mirror en talið er að Chelsea, AS Monaco og Paris Saint-Germain gætu einnig blandað sér í baráttuna.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill styrkja liðið frekar en Gylfi Þór SIgurðsson er á leið til Swansea og þá eru þeir Ben Davies og Michel Vorm á leið til Tottenham.

Hugo Lloris, markvörður Tottenham, og liðsfélagi Griezmann í franska landsliðinu gæti haft áhrif á að fá hann til félagsins en Daniel Levy, framkvæmdastjóri Tottenham, vinnur nú hörðum höndum að klára þessi kaup.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner