mán 21. júlí 2014 22:29
Daníel Freyr Jónsson
Óli Þórðar: Skil vel að Pape hafi verið pirraður
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Þórðarson stýrði Víkingum til 1-0 sigurs á Fjölni í mikum baráttuleik í kvöld.

Var þetta fimmti sigur Víkings í síðustu sex leikjum og er liðið í 4. sæti, jafnt KR að stigum,þegar 12 umferðum er lokið.

,,Þetta var kærkomið. Það var vitað að þetta yrði erfitt, ég talaði um það fyrir leik að í dag þyrfum við að vera sérstaklega þolinmóðir," sagði Ólafur.

,,Við yrðum að bíða eftir þessu eina færi sem gæti gefið okkur mark og að það gæti komið á síðustu sekúndu leiksins, og það gerði það."

,,Ég var fyrst og fremst pirraður á því að við vorum ekki að keyra upp tempóið í spilinu okkar og það var það sem var að pirra mig allan leikinn. Við vorum að láta þá draga okkur niður á þetta hæga tempó sem þeir vildu halda leiknum í."

Litlu munaði að upp úr syði undir lok leiks þegar Pape Mamadou Faye og Bergsveini Ólafssyni lenti saman. Ólafur vissi ekki hvað gekk þar á, en segir að leikmenn FJölnis hafi verið duglegir að sparka Pape niður.

,,Mér fannst Pape vera í einhverju klafsi, ég sá ekki hvort hann ýtir eða hvað gerist. Ég skil svosem vel að Pape hafi verið orðið pirraður. Það var búið að brjóta á honum 10 sinnum í leiknum og það var farið að fara í taugarnar á honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner