Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
   mán 21. júlí 2014 22:04
Karitas Þórarinsdóttir
Ragna Lóa: Algjör búbót að fá Helenu Ólafs í þetta
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þær eru með ungt og skemmtilegt lið og örugglega staðráðnar að gera betur í seinni umferðinni svo við vissum að þetta yrði hörkuleikur enda sýndi það sig," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 1-0 sigur á ÍA í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 ÍA

,,Við erum með mjög góða vörn og leggjum út frá því og svo potum við inn einu marki öðru hvoru. Það skilar okkur árangri. Þetta voru mjög mikilvæg stig að ná í og við sitjum alveg þokkalega í deildinni svo við Fylkisfólk erum hæstánægð í dag," bætti hún við.

Fylkir hefur varist vel í deildinni í sumar og komst í 2. sætið með sigrinum. Liðið skorar samt lítið og markið í kvöld var það níunda í tíu leikjum. Er enginn markaskorari á leiðinni?

,,Það er aldrei að vita. Það kemur bara í ljós en þetta lið sem ég hef hefur skilað frábærum árangri svo við þurfum að bæta miklu við."

Hermann Hreiðarsson eiginmaður Rögnu Lóu var ekki á hliðarlínunni í kvöld en Helena Ólafsdóttir, ný hætt sem þjálfari Vals, var Rögnu Lóu til aðstoðar. Er hún búin að henda Hemma út fyrir Helenu?

,,Nei nei, við bætum bara endalaust við í þjálfarateymið. Það er algjör búbót að fá hana aðeins inn í þetta. Hún er bara með hægri löppina með okkur og kannski að hún geti bætt eitthvað við sóknarleikinn. Hún kemur bara sem vinur til að aðstoða því minn aðstoðarmaður er í burtu. Vonandi verður hún áfram hjá okkur, hún er frábær þjálfari og vinur og gaman að fá hana."
Athugasemdir
banner
banner
banner