Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. júlí 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
Tjarnarhæðinni í Hollandi
Ási Haralds fékk lélegan spaða - Mætti margföldum Íslandsmeistara í tennis
Freyr ræðir við Arnar sem er læknir Íslands.
Freyr ræðir við Arnar sem er læknir Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis, er læknir íslenska kvennalandsliðsins í Hollandi.

Aðrir í starfsteymi liðsins voru ólmir í að spreyta sig gegn Arnari í tennis og fengu tækifærið í dag.

Fyrir æfingu Íslands kepptu Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari og njósnarinn Arnar Bill gegn Arnari. Með Arnari í liði var Hjalti styrktarþjálfari.

Það er skemmst frá því að segja að úrslitin urðu ekki óvænt og þeir Arnar og Hjalti fögnuðu sigri.

Það ber þó að taka fram að samkvæmt heimildum Fótbolta.net var Ási Haralds mjög ósáttur við að hafa fengið lélegan spaða og þá var hann heldur ekki sáttur með boltana sem voru notaðir.

Þess má geta að Arnar kann sjálfur ýmislegt fyrir sér með fótboltann. Hann hefur tekið fram skóna af og til með Augnabliki síðustu ár og auk þess leikið með Gróttu, Tindastóli og Breiðabliki.

Árið 2009 lék hann þrjá leiki með Breiðabliki í Pepsi-deildinni.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner