Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. júlí 2017 16:41
Elvar Geir Magnússon
Búist við 3.000 Íslendingum á Tjarnarhæðinni
Stelpurnar okkar æfa á Tjarnarhæðinni.
Stelpurnar okkar æfa á Tjarnarhæðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar æfðu í dag á Tjarnarhæðinni í Doetinchem fyrir leikinn mikilvæga gegn Sviss á morgun.

Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, sagði við Fótbolta.net búast við því að um 3.000 Íslendingar yrðu samankomnir á leikvanginum á morgun.

Hún vonast eftir þvi að fleiri Íslendingar verði á leiknum en á leiknum gegn Frökkum. Sú staðreynd að leikurinn gegn Sviss er á laugardegi, auk þess sem góð frammistaða í fyrsta leik hafi heillað marga, geti stuðlað að því.

Tjarnarhæðin heitir á máli heimamanna De Vijverberg og er heimavöllur De Graafschap sem leikur í hollensku B-deildinni. Arnar Þór Viðarsson lék með liðinu tímabilið 2007/08.

Leikvangurinn opnaðui 4. september 1954 en hefur nokkrum sinnum verið endurnýjaður síðan.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner