banner
   fös 21. júlí 2017 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Samba orðinn liðsfélagi Birkis Bjarna (Staðfest)
Christopher Samba í leik með QPR gegn Gylfa Sigurðssyni
Christopher Samba í leik með QPR gegn Gylfa Sigurðssyni
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaður Kongó, Christopher Samba hefur skrifað undir eins árs samning við Aston Villa eftir að hafa heillað Steve Bruce, stjóra liðsins á reynslu.

Samba hefur verið án liðs síðan í janúar en þá yfirgaf hann gríska félagið Panathinaikos.

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason leikur með Aston Villa og verður Samba því liðsfélagi hans.

Samba hefur mikla reynslu af enska boltanum og lék hann við góðan orðstír með Blackburn á árunum 2007 til 2012. Síðan þá hefur hann verið á smá flakki og spilað t.d. í Þýskalandi og Rússlandi.

„Mér hefur líkað vel við tímann minn hjá Aston Villa og er ég mjög ánægður með að hafa skrifað undir samning við félagið," sagði Samba á heimasíðu Aston Villa
Athugasemdir
banner
banner
banner