Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júlí 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
El Clasico verður í þriðju síðustu umferð
Barcelona og Real Madrid mætast í 36. umferðinni.
Barcelona og Real Madrid mætast í 36. umferðinni.
Mynd: Getty Images
Leikjaplanið fyrir komandi tímabil í La Liga á Spáni var birt í dag. Augu flestra beinast að El Clasico leikjunum milli Real Madrid og Barcelona.

Liðin mætast að þessu sinni í 17 og 36. umferð. Síðari leikur liðanna fer fram á Nou Camp helgina 5-6. maí í þriðju síðustu umferð deildarinnar. Sá leikur gæti því haft mikil áhrif í titilbaráttunni.

Fyrri leikurinn á að vera miðvikudaginn 20. desember en vegna þátttöku Real á HM félagsliða fer sá leikur líklega fram fyrr í desember eða í nóvember.

Erkifjendurnir eiga eftir að mætast þrívegis áður en La Liga hefst. Liðin eigast við á æfingamóti þann 29. júlí og síðan í spænska ofurbikarnum 13 og 16. ágúst.

Real Madrid hefur titilvörn sína á útivelli gegn Deportivo La Coruna helgina 19-20. ágúst en Barcelona byrjar gegn Real Betis á heimavelli.

Smelltu hér til að sjá leikjaplanið í heild (einstaka leikdagar gætu breyst)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner