Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. júlí 2017 20:43
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
EM kvenna: Ítalía úr leik eftir tap gegn Þýskalandi
Josephine Henning skallar boltann í netið í leiknum í kvöld.
Josephine Henning skallar boltann í netið í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þýskaland 2-1 Ítalía
1-0 Josephine Henning ('19)
1-1 Ilaria Mauro ('29)
2-1 Babett Peter, víti ('67)
Rautt spjald: Elisa Bartoli ('69)

Þýskaland hafði betur gegn Ítalíu þegar annari umferð B-riðils Evrópumóts kvenna lauk í kvöld.

Þýskaland komst í 1-0 á 19. mínútu eftir klaufaleg mistök hjá markverði Ítalíu, Josephine Henning nýtti sér þau og skallaði boltann í netið.

Tíu mínútum síðar jafnaði Ilaria Mauro fyrir þær Ítölsku, 1-1. Þannig hélst staðan þar til á 67. mínútu þegar Babett Peter kom Þýskalandi aftur yfir þegar hún skoraði úr vítaspyrnu.

Elisa Bartoli leikmaður Ítalíu fékk síðan að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt stuttu eftir að Þjóðverjar náðu forystunni.

Lokastaðan 2-1 fyrir Þýskaland sem er í góðri stöðu fyrir loka umferðina í B-riðli, Ítalía er hins vegar úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner