Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júlí 2017 18:38
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
EM kvenna: Svíþjóð í góðri stöðu eftir sigur
Lotta Schelin skoraði fyrsta mark leiksins.
Lotta Schelin skoraði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Svíþjóð 2-0 Rússland
1-0 Lotta Schelin ('22)
2-0 Stina Blackstenius ('51)

Svíþjóð hafði betur gegn Rússlandi í B-riðli Evrópumóts kvenna í dag.

Fyrir leikinn í dag var Rússland á toppi B-riðils eftir sigur á Ítalíu í fyrstu umferð en Svíþjóð var hins vegar með eitt stig eftir jafntefli við Þýskaland.

Lotta Schelin skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Svíþjóð þegar 22. mínútur voru liðnar af leiknum.

Það voru sex mínútur liðnar af seinni hálfleik þegar Stina Blackstenius skoraði annað mark Svía, ekki var meira skorað og þægilegur 2-0 sigur Svíþjóðar staðreynd.

Svíþjóð á mjög góðan möguleika á því að fara upp úr riðlinum en þær mæta næst Ítalíu í lokaleik þeirra í riðlakeppninni.

Athugasemdir
banner