Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júlí 2017 14:45
Arnar Daði Arnarsson
Glódís hræðist ekki Bachmann
Glódís hló á fréttamannafundinum í dag. Þó ekki af Bachmann og svissneska liðinu.
Glódís hló á fréttamannafundinum í dag. Þó ekki af Bachmann og svissneska liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi á Tjarnarhæðinni á morgun klukkan 16:00.

Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður íslenska landsliðsins segist ekki hræðast leikmenn á borð við Ramona Bachmann leikmanns Chelsea og Lara Dickenmann.

„Það eru ekki þannig lagað hættulegri einstaklingar í svissneska liðinu frekar en í því franska. Þetta er ekki einhverjir leikmenn sem þurfum að hræðast. Ef við erum alltar á tánum og spilum eins góðan varnarleik og gegn Frakklandi þá munum við stoppa þessa einstaklinga," sagði Glódís Perla á fréttamannafundinum sem haldin var fyrr í dag.

Leikur Íslands og Sviss verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner