Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. júlí 2017 17:19
Þórður Már Sigfússon
ÍR - Þolinmæði þrautir vinnur allar
Svona mun íþróttasvæði ÍR líta út í framtíðinni gangi hugmyndir eftir.
Svona mun íþróttasvæði ÍR líta út í framtíðinni gangi hugmyndir eftir.
Mynd: Teiknistofan Storð
Fullkominn frjálsíþróttavöllur verður á svæðinu.
Fullkominn frjálsíþróttavöllur verður á svæðinu.
Mynd: Teiknistofan Storð
Knattspyrnuhúsið verður í hálfri stærð til að byrja með. Fjölnota íþróttahús fyrir inniíþróttir verður sambyggt því.
Knattspyrnuhúsið verður í hálfri stærð til að byrja með. Fjölnota íþróttahús fyrir inniíþróttir verður sambyggt því.
Mynd: Teiknistofan Storð
Skipulagshugmynd um framtíðarútlit íþróttasvæðis ÍR frá 1982.
Skipulagshugmynd um framtíðarútlit íþróttasvæðis ÍR frá 1982.
Mynd: Skjáskot, Þjóðviljinn (Tímarit.is)
Á næstu árum mun íþróttasvæði ÍR í Suður-Mjódd taka miklum stakkaskiptum en áformuð uppbygging þar er talin muni nema nokkrum milljörðum króna.

Ráðgert er að glæsilegur knattspyrnuvöllur rísi á svæðinu með stórri stúkubyggingu en auk þess mun sér bygging fyrir búningsklefa verða staðsett fyrir aftan annað markið.

Þá verður fjölnota inniíþróttahús sambyggt stúkubyggingunni auk knattspyrnuhúss í hálfri stærð. Gengið verður þannig frá málum að hægt verður að stækka knattspyrnuhúsið í fulla stærð í framtíðinni.

Framkvæmdir við lagningu glæsilegs frjálsíþróttavallar á svæðinu eru þegar hafnar og er ljóst að gríðarlega spennandi tímar eru framundan hjá þessu stóra félagi.

Segja má að forkálfar ÍR og stuðningsmenn hafi sýnt þessum málum ómælda þolinmæði en þrátt fyrir að ýmsar hugmyndir hafi verið uppi uppi um uppbyggingu á svæðinu frá því að ÍR hóf þar starfsemi í lok áttunda áratugar síðustu aldar hefur aldrei orðið neitt úr þeim að ráði.

Segja má að máltækið, þolinmæði þrautir vinnur allar, eigi vel við um ÍR-inga og ber að óska þeim til hamingju með komandi uppbyggingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner