Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. júlí 2017 11:15
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Ísland hefur ekki skorað mark gegn Sviss undir stjórn Freysa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á morgun, klukkan 16:00 á íslenskum tíma.

Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Ísland tapaði gegn Frökkum í Tilburg á þriðjudaginn 1-0. Sama dag tapaði Sviss gegn Austurríki með sama markamun, 1-0.

Ísland og Sviss hafa þrívegis mæst eftir að Freyr Alexandersson tók við íslenska landsliðinu og er sagan svo sannarlega ekki með íslenska liðinu. Líkt og Glódís Perla kom inn á í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Sviss hefur unnið alla þrjá leikina, þann fyrsta í lok september árið 2013 2-0. Í þeim leik skoruðu þær Ramona Bachmann og Lara Dickenmann mörk Sviss. Þær báðar eru enn í lykilhlutverkum í liði Sviss í dag.

8. maí 2014 í sömu keppni, undankeppni Heimsmeistaramótsins vann Sviss síðan öruggan 3-0 sigur á heimavelli. Þar skoruðu mörkin þær Vanessa Bernauer, Vanessa Bürki og Lara Dickenmann. Þær tvær fyrr nefndu byrjuðu báðar á bekknum gegn Austurríki á þriðjudaginn.

Þriðja og síðasta innbyrðisleik þjóðanna lauk síðan með 0-2 tapi á Algarve mótinu í mars mánuði árið 2015. Bæði mörk Sviss í leiknum skoraði Lara Dickenmann.

Ísland hefur því ekki enn skorað mark gegn Sviss og er markatalan því 7-0 Sviss í vil. Dickenmann hefur skorað fjögur af sjö mörkum Sviss gegn Íslandi.

Tölfræðin er því ekki með Íslandi fyrir leikinn á morgun. Íslenska liðinu hefur gengið illa að skora að undanförnu en 372 mínútur eru frá síðasta marki liðsins eins og lesa má um hér.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner