Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. júlí 2017 17:45
Fótbolti.net
Arnar Daði Arnarsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Gerir Freyr breytingu?
Sísí, Hallbera, Agla og Fanndís halda allar sæti sínu í liðinu.
Sísí, Hallbera, Agla og Fanndís halda allar sæti sínu í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið mætir Sviss á Tjarnarhæðinni í Doetinchem á morgun klukkan 16:00 í öðrum leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Hollandi.

Bæði lið eru án stiga eftir fyrstu umferðina. Ísland tapaði gegn Frakklandi 1-0 á þriðjudaginn í Tilburg en fyrr um daginn tapaði Sviss gegn Austurríki 1-0.

Við spáum því að Freyr Alexandersson stilli upp sama byrjunarliði á morgun og hóf leikinn gegn Frakklandi á þriðjudaginn.

Þrátt fyrir tap, þá stóð liðið sig vel og allar gerðu þær sitt besta.

Við spáum því einnig að ef liðið er ekki enn búið að skora mark þegar stutt er liðið á seinni hálfleikinn, verði Freyr ekki lengi að fjölga sóknarmönnum á vellinum og færa Dagný aftur inn á miðjuna eins og hann gerði á þriðjudaginn.

Þá skipti hann Katrínu Ásbjörnsdóttur, Hörpu Þorsteinsdóttur og Elínu Mettu Jensen öllum inn á 20 mínútna kafla. Þá gerir Berglind Björg Þorvalsdóttir og Sandra María Jessen einnig tilkall til að koma inná í seinni hálfleiknum.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner