Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júlí 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United lagði Manchester City
Lukaku skoraði í nótt.
Lukaku skoraði í nótt.
Mynd: Getty Images
Manchester United 2 - 0 Manchester City
1-0 Romelu Lukaku (37)
2-0 Marcus Rashford (39)

Manchester United lagði Manchester City 2-0 fyrir framan 67 þúsund áhorfendur í Houston í Bandaríkjunum í nótt.

Um var að ræða fyrsta grannaslag liðanna utan Bretlands.

Romelu Lukaku skoraði í öðrum leiknum í röð með Manchester United en markið kom efir stoðsendingu frá félaga hans Paul Pogba á 37. mínútu.

Marcus Rashford bætti síðan við öðru marki einungis tveimur mínútum síðar.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner