Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. júlí 2017 11:44
Magnús Már Einarsson
Óska eftir leikmönnum á Facebook fyrir leik á Akureyri
Karen Nóadóttir þjálfari Hamranna.
Karen Nóadóttir þjálfari Hamranna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og kom fram fyrr í vikunni þá eiga Hamrarnir í erfiðleikum með að manna lið fyrir leik gegn Sindra í 1. deild kvenna á morgun. Ástæðan er sú að margir leikmenn liðsins eru á EM í Hollandi að fylgja íslenska landsliðinu.

Hamrarnir óskuðu eftir frestun á leiknum en KSÍ tók ekki í þá beiðni.

Stjórn Hamranna deyr ekki ráðalaus og í morgun ákvað Karen Nóadóttir, þjálfari liðsins, að reyna á mátt Facebook þar sem hún auglýsir eftir leikmönnum sem eru tilbúnir að hjálpa Hömrunum. Kaffid.is greinir frá þessu í dag.

Fólki býðst þar að kaupa sér sæti í liðinu á morgun eða sæti í liðsstjórn á uppboði til styrktar félaginu.

„Við höfum með bellibrögðum og fögrum loforðum um hitt og þetta (þó ekki peninga, því ekki eigum við þá til) náð að púsla saman myndarlegu liði. Fullur hópur skipar 18 leikmenn og ýmsa hjálparsveina. Eftir standa því nokkur auð og óskipuð sæti leikmanna og a.m.k. 4 sæti liðstjórnar," sagði Karen meðal annars á Facebook.

„Eins og þið þarna úti, sem þekkið okkur svo vel, vitið þá er rekstur félagsins alfarið á herðum leikmannanna sjálfra. Okkur datt því í hug hvort ekki væri hægt bara að sameina þetta tvennt, henda í fjáröflun og fylla hópinn okkar með einhverjum stjörnum.
Hér með langar mig því að bjóða fyrrnefnd sæti til hæstbjóðanda! Einu skilyrðin eru að viðkomandi styðji Hamrana og sé skemmtilegur."


Hér að neðan má sjá Facebook færslu Karenar í heild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner