fös 21. júlí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Östersunds henti Galatasaray úr Evrópudeildinni
Östersunds fagnar marki í Tyrklandi í gær.
Östersunds fagnar marki í Tyrklandi í gær.
Mynd: Getty Images
Sænska félagið Östersunds sló tyrkneska stórliðið Galatasaray út í 3. umferð Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Liðin gerðu þá 1-1 jafntefli í Tyrklandi en Östersunds hafði unnið heimaleikinn 2-0.

Östersunds er að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni en einungis 21 ár er síðan félagið var stofnað.

Liðið varð sænskur bikarmeistari í fyrra og komst þannig í Evrópukeppni þrátt fyrir að hafa endað í 8. sæti í úrvalsdeildinni.

Hinn enski Graham Potter þjálfar Östersunds en þrír enskir leikmenn eru einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner