fös 21. júlí 2017 23:00
Dagur Lárusson
Pochettino: Við erum ekki að stressa okkur
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettiono, stjóri Tottenham, segist ekkert vera að stressa sig á leikmannakaupum í sumar og segist hafa fulla trá á þeim leikmannahóp sem hann hefur.

Öll stóru liðin í deildinni eru búin að eyða háum fjárhæðum í leikmenn í sumar á meðan að Tottenham hefur ekki keypt einn einasta leikmann og eru sumir stuðningsmenn liðsins orðnir óþolinmóðir.

„Okkur vantar kannski nokkra leikmenn en við erum ekkert að stressa okkur á þessu vegna þess að við vitum að við erum með gott lið," sagði Pochettino

„Síðasta tvö tímabilin þá höfum við bætt okkur mjög mikið og hugmyndafræði okkar er að spila sóknarsinnaðan fótbolta með ungum leikmönnum og reyna að vera öðruvísi heldur en hin toppliðin."

Pochettino heldur að næsta tímabil verður ennþá erfiðara fyrir sitt lið m.a. útaf af Wembley.

„Næsta tímabil verður mikil áskorun fyrir okkur og spilar Wembley stóran part í því. Við verðum að aðlagast alveg nýju umhverfi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner