Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. júlí 2017 15:15
Arnar Daði Arnarsson
Sif sprakk úr hlátri: Ég veit ekki hvað þú ert að tala um
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið spilar á Tjarnarhæðinni á morgun gegn Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Hollandi.

Íslenska liðið á ekki góðar minningar héðan frá Doetinchem en í byrjun apríl mánaðar á þessu ári tapaði liðið 4-0 gegn því hollenska og til að bæta gráu ofan á svart þá sleit Elísa Viðarsdóttir einnig krossband í þeim leik.

Freyr Alexandersson, Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir sátu öll fyrir svörum á fréttamannafundi landsliðsins í dag. Þau sprungu öll úr hlátri yfir spurningu frá fréttamanni Fótbolta.net tengda vellinum sem þær spila á, á morgun. Erfitt er að lýsa því í orðum, afhverju þau fóru að hlæja en hægt er að sjá uppákomuna í myndskeiðinu hér að neðan.

„Ég veit ekki alveg hvað þú ert að tala um," sagði Sif Atladóttir spurð út í það hvernig henni leið að koma á völlinn aftur. Hún segir að þetta trufli liðið lítið.

„Það eru allir brjálæðislega peppaðir fyrir þennan leik. Við erum frekar allar að hugsa um að við viljum koma hingað aftur og þekkjum völlinn vel. Það eru allir spenntir fyrir leiknum á morgun og ég held að það verðg góð stemning á æfingunni á eftir. Grasið er grænt og sólin skín og Íslendingar eru á svæðinu. Þetta verður ekki betra," sagði Sif að lokum.

Hægt er að sjá spurninguna og svar Sifjar í myndskeiðinu hér að neðan. Spurningin hefst þegar fjórar mínútur og 20 sekúndur eru liðnar af fundinum.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner