Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júlí 2017 14:27
Arnar Daði Arnarsson
Stelpurnar kusu sjálfar um eftirnöfnin á treyjunum
Mynd frá fréttamannafundinum sem var að ljúka.
Mynd frá fréttamannafundinum sem var að ljúka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við kusum um þetta allur hópurinn fyrir mótið líkt og við höfum gert fyrir síðustu mót. Síðast var það fornöfnin en í ljósi þess hversu sameinaðar við erum undir dóttir nafninu þá ákváðum við allar að vera með eftirnöfnin," sagði varnarmaðurinn, Sif Atladóttir á fréttamannafundi landsliðsins fyrir leik Íslands og Sviss sem fram fer á morgun.

Sif var spurð út í það að eftirnöfnin séu aftan á treyjunum á þessu móti en ekki fornöfnin.

Freyr Alexandersson þjálfari liðsins bætti síðan við á léttu nótunum að Elín Metta og Sandra María höfðu meira að segja verið sammála þessu.

„Það var enginn vafi, meira að segja Jessen og Jensen kusu með þessu," sagði Freyr en þær stöllur Elín og Sandra bera báðar ættarnöfn sín á bakinu. Freyr sagði að af 23 sem höfðu atkvæðisrétt hefur 23 kosið eftirnöfnin!

Stelpurnar hafa verið duglegar á samskiptamiðlunum í aðdraganda mótsins sem og hér í Hollandi. Þar nota þær ávalt myllumerkið dottir.

„#dottir kemur upprunalega úr Crossfit heiminum. Íslensku stjörnunar þar hafa fengið þetta nafn á sig þar og þær eru okkur miklar fyrirmyndir. #Dottir stendur fyrir að vera grjótharðar og geggjaðir töffarar. Það er eitthvað sem við vildum taka það með okkur inn í þetta mót og þetta er eitthvað sem við vildum að einkenndi okkur. Þetta er íslenskt og þetta er skemmtilegt," sagði Glódís Perla Viggósdóttir einnig á fréttamannafundinum.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner