Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. júlí 2017 22:30
Hafliði Breiðfjörð
EM kvenna
Þýska sjónvarpið heillaðist af Frey á hliðarlínunni
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fréttamaður frá þýsku sjónvarpsstöðinni ZTF ræddi við Frey Alexandersson landsliðsþjálfara á fréttamannafundi í dag. Hann sagðist heillaður af þjálfarastíl hans og tilfinningunum sem hann bar á borð á hliðarlínunni. Hann spurði Frey hvort þetta væri venjulegt eða meira en vanalega.

„Ég held að þetta sé bara venjuleg hegðun hjá mér en tilfinningastigið var hátt þarna," svaraði Freyr.

„Þetta var erfiður leikur að spila og það komu upp margskonar aðstæður sem kölluðu á tilfinningar. Svona þjálfa ég bara en ég reyni samt að vera jákvæður og gef leikmönnum mínum jákvæða orku frekar en neikvæða," hélt Freyr áfram og sagði svo:

„Ég veit ekki hvort segja þær eitthvað annað en ég reyni að vera hreinskilinn við leikmenn mína og dómarana en stundum þarf maður að passa sig á hvað maður segir við dómarana. Þær eru ekki allar eins, sumar vilja ræða málin en aðrar vilja ekki tala neitt við okkur þjálfarana. Þið munið sjá sama þjálfarann á morgun, sömu tilfinningar, kraft og ástríðu."

Þýski sjónvarpsmaðurinn bað Sif Atladóttur varnarmann Íslands einnig að segja sína skoðun á Frey á hliðarlínunni og hún sagði:

„Hann er alltaf svona svo við erum vanar því. Ástríða hans og ákveðni er nokkuð sem kom okkur á þetta mót. Hann er stór ástæða fyrir því að við elskum að spila fyrir þjóðina okkar og landsliðið okkar.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner