Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. júlí 2017 16:17
Magnús Már Einarsson
Van Dijk óskar eftir sölu - Endar hann hjá Liverpool?
Van Dijk í leik gegn Liverpool í fyrra.
Van Dijk í leik gegn Liverpool í fyrra.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, fyrirliði Southampton, hefur óskað eftir að fara frá félaginu en þetta staðfesti stjórinn Mauricio Pellegrino í dag.

Van Dijk var sterklega orðaður við Liverpool fyrr í sumar en í síðasta mánuði sendi félagið frá sér yfirlýsingu þess efnis að félagið væri hætt við að reyna að fá Hollendinginn.

Liverpool sendi yfirlýsingu eftir að Southampton kvartaði til enska knattspyrnusambansins yfir því að Liverpool hefði rætt ólöglega við Van Dijk.

Van Dijk æfir einn þessa dagana en ekki með öðrum leikmönnum Southampton.

„Ég ræddi við hann. Hann sagðist ekki vera tilbúinn að spila því að hann vill fara. Ég þarf leikmenn sem vilja 100% hjálpa Southampton," sagði Pellegrino í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner