fös 21. júlí 2017 11:24
Magnús Már Einarsson
Vespu Hannesar stolið - Fundarverðlaun í boði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Randers í Danmörku, varð fyrir leiðinlegri reynslu á dögunum þegar vespu hans var stolið.

Hannes hafði notið þess að vera á vespunni í Danmörku en hún hafði fengið nafnið „Dr Big."

„Ég hef verið svolítið leiður yfir þessu síðustu dagana. Mér fannst þetta vera hluti af persónuleika mínum hér í Randers og ég er mjög svekktur," sagði Hannes.

Randers birti í gær færslur á Twitter og Facebook þar sem auglýst er eftir vespunni.

Í fundarverðlaun eru tveir ársmiðar á leiki Randers sem og íslensk landsliðstreyja árituð af Hannesi og áritaðir markmannshanskar.

Hér að neðan má sjá auglýsinguna.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner