Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 21. ágúst 2014 10:26
Magnús Már Einarsson
Balotelli búinn að kveðja liðsfélaga sína hjá AC Milan
Mynd: Getty Images
Enskir og ítalskir fjölmiðlar fullyrða að fátt geti komið í veg fyrir að Liverpool muni kaupa Mario Balotelli framherja AC Milan.

Samkvæmt frétt Daily Mail hafa félögin náð samkomulagi um kaupverð upp á 16 milljónir punda.

Sky Italia segir að Balotelli hafi tilkynnt liðsfélögum sínum hjá AC Milan að þetta sé síðasti dagur hans hjá félaginu.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vill fá nýjan framherja í hópinn til að hjálpa til við að fylla skarð Luis Suarez sem fór til Barcelona á dögunum og Balotelli virðist vera leikmaðurinn sem hann er að leiat að.

Balotelli hefur skorað 30 mörk í 54 leikjum síðan hann kom til AC Milan frá Manchester City í janúar í fyrra.
Athugasemdir
banner