fim 21. ágúst 2014 17:53
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Harry Kane skoraði sigurmarkið í Kýpur
Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham í dag.
Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham í dag.
Mynd: Getty Images
Sjö leikjum er lokið í Evrópudeildinni í dag þar sem Tottenham lagði AEL Limassol frá Kýpur af velli eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Roberto Soldado og Harry Kane skoruðu mörk Tottenham á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Christopher Samba og Alexander Büttner skoruðu þá mörk Dynamo frá Moskvu er liðið gerði óvænt jafntefli við Omonia frá Kýpur í Rússlandi.

Legia frá Varsjá lagði þá Aktobe af velli á meðan Villarreal lenti ekki í vandræðum með Astana og HJK Helsinki sigraði þá Austurríkismennina í Rapid.

Markalaust var hjá Twente og Karabakh Agdam frá Aserbaídsjan og Metalist Kharkiv gerði þá markalaust jafntefli við Ruch.

Liðin mætast öll aftur að viku liðinni og komast sigurliðin áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Aktobe 0 - 1 Legia Varsjá
0-1 O. Duda ('48)

Astana 0 - 3 Villarreal
0-1 Cani ('33)
0-2 Giovani dos Santos ('48)
0-3 Mario ('84)
Rautt spjald: M. Anicic, Astana ('60)

Dynamo Moskva 2 - 2 Omonia
0-1 U. Lobjanidze ('2)
1-1 Christopher Samba ('33)
1-2 G. Fofana ('59)
2-2 Alexander Büttner ('72)
Rautt spjald: Aleksandr Kokorin, Dynamo ('62)

AEL Limassol 1 - 2 Tottenham
1-0 S. Adrian ('14)
1-1 Roberto Soldado ('74)
1-2 Harry Kane ('80)

HJK 2 - 1 Rapid Vín
0-1 L. Schaub ('59)
1-1 R. Lod ('63)
2-1 M. Väyrynen ('74)

Karabakh Agdam 0 - 0 Twente

Ruch 0 - 0 Metalist Kharkiv
Athugasemdir
banner
banner