Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. ágúst 2014 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Gunnar Heiðar skoraði í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Oskarhamns 0 - 4 Häcken
0-1 Sebastian Ohlsson ('69)
0-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('79)
0-3 René Makondele ('86)
0-4 Alexander Jeremejeff ('90)

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði annað mark leiksins er Häcken lagði Oskarshamns af velli í sænska bikarnum.

Leikurinn var umspilsleikur um hvort liðið kæmist í lokakeppni sænska bikarsins og voru Gunnar Heiðar og félagar ekki í miklum vandræðum.

Staðan var markalaus fram að 69. mínútu þegar miðjumaðurinn Sebastian Ohlsson kom gestunum sem eru í Evrópubaráttunni í efstu deild í Svíþjóð yfir.

Tíu mínútum síðar var Gunnar Heiðar búinn að tvöfalda forystuna og voru það René Makondele frá Kongó og sænski framherjinn Alexander Jeremejeff sem gulltryggðu sigurinn á lokamínútunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner