Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. ágúst 2014 14:23
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Engin eftirsjá í því að hafa ekki keypt Fabregas
Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea.
Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ekki sé nein eftirsjá í því að hafa ekki keypt Cesc Fabregas til baka í smar. Spænski miðjumaðurinn var keyptur frá Barcelona til Chelsea og var frábær í 3-1 sigri bláliða gegn Burnley á mánudag.

Arsenal var með forkaupsrétt á Fabregas vegna klásúlu í samningi hans en nýtti sér ekki þann rétt.

„Ég sé ekki eftir því, alls ekki. Ég sé bara eftir því að hafa misst hann til Barcelona," segir Wenger en Arsenal á leik gegn Everton um helgina. Fabregas lék 305 leiki fyrir Arsenal en skrifaði undir fimm ára samning við Chelsea eftir þriggja ára dvöl hjá Barcelona.

Wenger telur að Aaron Ramsey hafi fyllt skarð Fabregas og rúmlega það.

„Það er gangur lífsins að einhverjir hverfa á braut og aðrir taka við. Ramsey hefur þróast vel og er yngri en Cesc," segir Wenger.

Ekki er vitað hversu lengi Mikel Arteta verður frá en hann meiddist í Evrópuleik gegn Besiktas í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner