Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. september 2014 15:33
Magnús Már Einarsson
Búið að fresta leik Fjölnis og Stjörnunnar
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Búið er að fresta leik Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni en liðin áttu að mætast klukkan 16:00 í beinni á Stöð 2 Sport.

Mikið rok er í Grafarvogi og því hefur leiknum verið frestað. Þetta staðfesti Sigurður Sveinn Þórðarson, liðsstjóri Stjörnunnar, í samtali við Fótbolta.net.

Ekki er búið að ákveða nýjan leiktíma en líklegt er að leikurinn fari fram á þriðjudag.

Aðrir leikir dagsins í Pepsi-deildinni munu fara fram samkvæmt áætlun og leikur FH og Fram verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Aðrir leikir dagsins:
16:00 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
16:00 KR-ÍBV (KR-völlur)
16:00 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)
16:00 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
16:00 Valur-Þór (Vodafonevöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner