Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. september 2014 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Carragher gagnrýnir leikmannakaup United harðlega
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, gagnrýndi Manchester United harkalega eftir 5-3 tap liðsins gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leicester kom til baka eftir að hafa lent 3-1 undir og vann ótrúlegan 5-3 sigur gegn lærisveinum Louis van Gaal.

United eyddi yfir 200 milljónum punda í sumar í leikmenn á borð við Angel Di Maria, Daley Blind og fleiri, en Carragher segir félagið hafa gert stór mistök með því að styrkja vörnina ekki nægilega vel eftir brottför þeirra Rio Ferdinand, Nemanja Vidic og Patrice Evra.

,,Staðreyndin er sú að United eyddi mest allra liða í Evrópu og keypti ekki varnarmann," sagði Carragher.

,,Það var ekkert óvænt fyrir þá að Ferdinand myndi fara, þeir létu hann fara. Vidic tilkynnti í janúar að hann myndi fara. Þeir eyddi fúlgum fjár, hvernig gátu þeir ekki brugðist við þessu?"

,,Við höfum rætt um Liverpool og það var fjöldi marka sem þeir fengu á sig sem kostaði þá titilinn í fyrra. Núna er þetta svipað hjá United."

,,Fram á við er þetta farið að líkjast gamla góða United. Þeir eru með hraða framherja en alls ekki nógu góðir til baka. Þeir eyddu svona miklu og það án þess að kaupa varnarmann í heimsklassa - það er léleg stjórnun."


Athugasemdir
banner
banner
banner