banner
   sun 21. september 2014 15:43
Hafliði Breiðfjörð
FH - Fram sýndur í stað Fjölnir - Stjarnan
Bein útsending verður úr Kaplakrika í dag.
Bein útsending verður úr Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þar sem leik Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla hefur verið frestað hefur Stöð 2 Sport tekið ákvörðun um að sýna beint frá leik Fram og FH í Kaplakrikanum.

Ljóst er að leikurinn fer fram í Kaplakrika og Hörður Magnússon á Stöð 2 staðfesti á Twitter að leikurinn þar verði sýndur en reyndar bara á einni myndavél þar sem ekki gefst tími til að setja upp útsendingarbúnað fyrir fulla útsendingu.

,,Ætlum að sýna FH - Fram beint með einni Kameru frá Kaplakrika. Viðleitni allavega," sagði Hörður á Twitter rétt í þessu.

Leikur Fjölnis og Stjörnunnar átti að hefjast klukkann 16:00 í dag eins og allir aðrir leikir umferðarinnar en Garðar Örn Hinriksson dómari leiksins ákvað að fresta leiknum vegna vinstrengs í Grafarvogi.

Ekki er búið að ákveða nýjan leiktíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner