Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. september 2014 14:29
Jón Stefán Jónsson
England: Lygileg endurkoma Leicester gegn Man Utd
Leikmenn Leicester munu aldrei gleyma leiknum í dag
Leikmenn Leicester munu aldrei gleyma leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Frábærum og jafnframt ótrúlegum leik Leicester og Manchester United var að ljúka með sigri Leicester 5-3. Leikurinn fer án nokkurs vafa í sögubækurnar fyrir eina ótrúlegustu endurkomu liðs gegn Man Utd í sögu úrvalsdeildarinnar.

Leicester lenti undir 0-2 og 1-3 en kom heldur betur til baka og vann leikinn 5-3. Leikur Man Utd gjörsamlega hrundi við annað mark Leicester sem kom úr vítaspyrnu eftir að Mark Clattenburg dómar leiksins taldi Rafael brotlegan innan teigs.

Leikmenn og stuðningsmenn Man Utd eru eflaust brjálaðir við Clattenburg en hann dæmdi tvö víti á liðið auk þess að reka Tyler Blackett af velli. Fjölmörg vafaatriði voru í leiknum og verður gaman að sjá hvernig leikmenn og þjálfarar tjá sig í framhaldinu.

Enginn getur hins vegar tekið það af leikmönnum Leicester að þeir stóðu sig frábærlega og þá sérstaklega sóknarmenn liðsins sem tóku vörn United algjörlega í bakaríið hvað eftir annað í síðari hálfleik.

Leicester City 5 - 3 Manchester Utd
0-1 Robin van Persie ('13 )
0-2 Angel Di Maria ('16 )
1-2 Leonardo Ulloa ('17 )
1-3 Ander Herrera ('57 )
2-3 David Nugent ('62 , víti)
3-3 Esteban Cambiasso ('64 )
4-3 Jamie Vardy ('79 )
5-3 Leonardo Ulloa ('83 , víti)

Rautt spjald:Tyler Blackett, Manchester Utd ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner