Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. september 2014 13:07
Jón Stefán Jónsson
Mótastjóri KSÍ: Það verður spilað í dag
Veðrið er vont en ekki jafn vont og það var í leik Völsungs og Selfoss árið 2006 þar sem þessi mynd var tekin.
Veðrið er vont en ekki jafn vont og það var í leik Völsungs og Selfoss árið 2006 þar sem þessi mynd var tekin.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Engum leik verður frestað vegna veðurs í Pepsi-deild karla í dag og hefjast allir leikirnir stundvíslega kl.16.00 að sögn Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ.

Veðrið á suðvestur horni landsins er alls ekki gott en samkvæmt veðurstofunni er búist við stormi á suðvesturhorni landsins til kvölds en þá á veðrið að ganga niður.

Það er því ljóst að hressilega mun blása í leikjum dagsins og borgar sig að klæða sig vel áður en haldið verður út í baráttuna við veðrið.

Leikir dagsins:
16:00 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
16:00 Fjölnir-Stjarnan (Fjölnisvöllur)
16:00 KR-ÍBV (KR-völlur)
16:00 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)
16:00 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
16:00 Valur-Þór (Vodafonevöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner