sun 21. september 2014 09:00
Grímur Már Þórólfsson
Mutu á leiðinni til Indlands
Adrian Mutu
Adrian Mutu
Mynd: Getty Images
Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu hefur verið í viðræðum við nokkur indversk lið en hefur nú valið liðið Pune City.

Félagið er í samvinnu með ítalska liðinu Fiorentina en þar spilaði leikmaðurinn í fimm ár áður en að hann fór til Chelsea.

Mutu er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu frá upphafi ásamt goðinu, Gheorge Hagi en Mutu hefur skorað 35 mörk í 77 landsleikjum.

Hjá Pune City hittir Mutu fyrir David Trezeguet fyrrum framherja Juventus og franska landsliðsins.

Þá hefur Mikael Silvestre fyrrum varnarmaður Man Utd og Arsenal samið við indverska liðið Chennaiyin FC. Fyrir hjá Chennai eru þeir Elano fyrrum leikmaður Man City og Bojan Djordic sem eitt sem var á mála hjá Man Utd. Þá er Marco Materazzi spilandi þjálfari hjá liðinu.

Liðin undirbúa sig nú fyrir fyrsta leik deildarinnar en hann er laugardaginn 12. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner