Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. september 2014 12:03
Elvar Geir Magnússon
Nýr dómari í Pepsi-deild karla í dag
Pétur Guðmundsson.
Pétur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögreglumaðurinn Pétur Guðmundsson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í dag þegar hann heldur um flautuna í leik Vals og Þórs.

Þetta er fyrsti leikur Péturs í efstu deild í karlaflokki en hann hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu í neðri deildum.

Heil umferð verður leikin í deildinni í dag. Toppliðin verða að sjálfsögðu í eldlínunni, FH fær Fram í heimsókn og Stjarnan leikur gegn Fjölni.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í Kaplakrika en í Grafarvogi er það Garðar Örn Hinriksson.

Sunnudagur 21. september
16:00 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
16:00 Fjölnir-Stjarnan (Fjölnisvöllur)
16:00 KR-ÍBV (KR-völlur)
16:00 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)
16:00 FH-Fram (Kaplakrikavöllur)
16:00 Valur-Þór (Vodafonevöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner