Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. september 2014 12:41
Jón Stefán Jónsson
Van Gaal lætur Giggs sjá um liðsfundi
Ryan Giggs fær mikið traust hjá Van Gaal
Ryan Giggs fær mikið traust hjá Van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United er sagður hafa hrifist af frammistöðu Ryan Giggs sem aðstoðarstjóra liðsins og þess vegna falið honum að vera með liðsfundi í upphafi undirbúnings fyrir leiki. Van Gaal segist sérstaklega ánægður með hversu gott auga Giggs hefur fyrir smáatriðum.

Hlutverk Giggs í liðsræðunum er m.a. að fara ýtarlega yfir lið andstæðinganna og hjálpa van Gaal að útbúa æfingaáætlun út frá þeim í upphafi undirbúnings fyrir leiki. Þetta gerir Giggs meðal annars með hjálp upplýsinga frá njósnurum félagsins.

Giggs fær upplýsingar njósnaranna í hendur, býr til sína eigin kynningu út frá þeim. Hann hins vegar þarf að sýna van Gaal handritið af ræðunni áður en hann fer með hana á sjálfan liðsfundinn.

„Ég undirbý alla leiki okkar mjög vandlega og Giggs aðstoðar. Ég veit allt um andstæðinganna sem við mætum, styrkleika og veikleika einstaklinga og meira að segja hvernig skiptingar eru gerðar. Ég veit hvernig andrúmsloftið verður á leikdegi, hvernig þeir munu taka aukaspyrnur og hreinlega allt,“ sagði van Gaal í viðtali við enska fjölmiðla.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner