banner
   sun 21. september 2014 15:29
Jón Stefán Jónsson
Van Gaal: Menn verða að vita hvenær á að senda og hvenær á að losa sig við boltann
Van Gaal
Van Gaal
Mynd: Getty Images
Luis Van Gaal, knattspyrnustjóri Man Utd bar sig ótrúlega vel eftir slæman ósigur liðsins gegn Leicester fyrir stundu.

,,Við gáfum þeim þennan leik, Leicester hafði sýnt það í fyrstu fjórum leikjum sínum hingað til að þar fer lið sem hefur að geyma sterkan karakter og þeir sýndu það vel í dag.

Í stöðunni 3-1 vorum við mikið með boltann en gerðum svo hluti sem má ekki gera.
"

Varðandi brottrekstur Tyler Blackett og meiðsli Johnny Evans sagði Van Gaal: ,,Það er aldrei gott þegar menn meiðast eða fá rauð spjöld en við björgum okkur.

Ég tel ekki að að það hafi verið skortur á gæðum í vörninni sem var vandamálið í dag heldur skortur á varnarskipulagi hjá liðinu í heild. Þann hluta þurfum við að gera betur. Menn verða að vita hvenær á að senda boltann og hvenær á einfaldlega að losa sig við hann.

Í stöðunni 3-1 fannst mér við spila frábærlega, skapa fullt af færum og skora flott mörk, en við töpuðum leiknum og það er það eina sem skiptir máli.
"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner