sun 21. september 2014 08:30
Magnús Már Einarsson
Víðir Sig spáir í leiki 20. umferðar
Víðir Sigurðsson.
Víðir Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar vinna Fram örugglega samkvæmt spá Víðis.
FH-ingar vinna Fram örugglega samkvæmt spá Víðis.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hólmbert Aron Friðjónsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni um síðustu helgi.

Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna í áraraðir. Víðir fylgist afskaplega vel með íslenska boltanum og hér að neðan má sjá spá hans fyrir leikina í 20. umferðinni sem fer fram klukkan 16:00 í dag.

FH 3 - 0 Fram
FH-ingar eru einfaldlega alltof sterkir fyrir Framara sem eru í bullandi vandræðum eftir tapið gegn Fjölni á mánudaginn. Allt annað en afgerandi sigur FH myndi flokkast sem undur og stórmerki.

Fjölnir 1 - 2 Stjarnan
Garðbæingar seiglast í gegnum leikina, hvern á fætur öðrum, og þó ég hafi verið mjög hrifinn af spilamennsku Fjölnis gegn Fram held ég að Stjarnan nái að knýja fram enn einn sigurinn. Stemningin í liðinu er einfaldlega þannig.

Valur 3 - 2 Þór
Valsmenn eiga enn möguleika á Evrópusætinu og verða að vinna fallna Þórsara til að halda í þá von. Norðanmenn gætu þó hæglega gert góða hluti á Hlíðarenda því oft losnar um einhverjar hömlur þegar lið eru fallin.

KR 2 - 2 ÍBV
KR-ingar geta ekki misst af Evrópusæti, ná ekki gulli eða silfri, og hafa að engu að keppa. Eyjamenn þurfa hinsvegar stig í fallbaráttunni og eru vísir til að ná því.

Keflavík 2 - 1 Fylkir
Það er kannski bjartsýni að að spá svona því Keflavík vann síðast þegar liðið mætti Fylki í fyrri umferðinni. En ætli Keflvíkingar sér að hanga í deildinni, þá er þetta leikurinn fyrir þá til að rétta úr kútnum og bjarga sér.

Breiðablik 1 - 1 Víkingur
Getur þessi leikur endað öðruvísi? Jafnteflaruna Blikanna á sér vart hliðstæðu, sex í síðustu sjö leikjum. Bæði lið þurfa á sigri að halda, af ólíkum ástæðum en hætt er við að bæði gangi frekar ósátt af velli.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Hjörvar Hafliðason - 3 réttir
Guðmundur Þórarinsson - 3 réttir
Sólmundur Hólm - 3 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Rúnar Már Sigurjónsson - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Óli Stefán Flóventsson - 0 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner