Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. september 2014 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Zabaleta: Diego Costa átti að fá rautt spjald
Costa var ekki sáttur með Pablo Zabaleta.
Costa var ekki sáttur með Pablo Zabaleta.
Mynd: Getty Images
Pablo Zabaleta, bakvörður Manchester City, baðst í dag afsökunar á því að hafa látið reka sig af velli í 1-1 jafntefli liðsins gegn Chelsea í stórleik helgarinnar.

Argentínski landsliðsmaðurinn er þó ósáttur með að framherjinn Diego Costa hjá Chelsea hafi fengið að hanga inni á vellinum, en Zabaleta birti mynd á Twitter þar sem spænski landsliðsmaðurinn tekur hann hálstaki.

Zabaleta fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Costa, en skömmu síðar skoraði Andre Schurrle fyrir Chelsea og kom Lundúnaliðinu í 1-0.

Frank Lampard jafnaði hins vegar metin fyrir Manchester City gegn gömlu félögunum og urðu lokatölur 1-1.

Skemmst er að minnast þess að Diego Costa slapp einnig í leik Chelsea gegn Swansea þegar hann virtist kýla Gylfa Þór Sigurðsson.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner