Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. september 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Barry bætir leikjametið í úrvalsdeildinni á mánudaginn
Mynd: Getty Images
Gareth Barry, miðjumaður WBA, mun bæta leikjametið í ensku úrvalsdeildinni ef hann spilar gegn Arsenal á mánudagskvöld.

Hinn 36 ára gamli Barry spilar þá 633. leik sinn í úrvalsdeildinni og fer upp fyrir Ryan Giggs yfir leikjahæstu leikmenn. Barry hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 1998.

Barry gekk í raðir WBA í sumar en hann hefur áður leikið með Aston Villa, Manchester City og Everton.

Aðspurður hvort að hann hafi búist við að spila svona marga leiki sagði Barry: „Nei. Þú spilar fyrsta leikinn sem krakki og ert að einbeita þér að öðrum hlutum. Þú setur aldrei svona markmið."

„Ég reyni að njóta þess og þetta er stórkostleg líf svo vonandi heldur það áfram. Það er engin betri tilfinning en að hlaupa út á völl með liðsfélögum þínum og reyna að vinna fótboltaleik."

Athugasemdir
banner
banner
banner