Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. september 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez: Kínverska deildin verður ekki góð eftir 50 ár
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez var keyptur til Shanghai Shenhua á 64 milljónir punda í janúar og er hann þar launahæsti knattspyrnumaður í heimi með 650 þúsund pund í vikulaun.

Argentínumaðurinn knái hefur ekki náð að fóta sig í Kína þar sem hann hefur aðeins skorað þrjú mörk í þréttan leikjum. Sem stendur fær Tevez lítið að spila vegna þyngdarvandamála.

„Leikmenn búa ekki yfir sömu gæðum hérna og í Suður-Ameríku eða Evrópu," sagði Tevez.

„Þar læra börn að spila fótbolta frá ungum aldri, en hérna er það ekki svoleiðis og það bitnar á tækni leikmanna."

Kínverska knattspyrnusambandið hefur árum saman unnið að því að bæta gæði kínversku deildarinnar, sem hefur eytt ansi háum fjárhæðum í erlenda leikmenn. Tevez gefur lítið fyrir tilraunina og býst ekki við að gæðin muni hækka talsvert næstu 50 árin.

„Þeir spila öðruvísi fótbolta hér og stuðningsmennirnir haga sér allt öðruvísi en á öðrum stöðum. Ég held ekki að kínverski boltinn nái sömu hæðum og bestu deildir í heimi, ekki einu sinni eftir 50 ár."

Sjá einnig:
Tevez fær ekki að spila - Er of þungur
Formaður Shanghai: Tevez hefur ekki staðist væntingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner