þri 21. október 2014 12:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Arnþór Ari hefur fundað með Víkingi og FH
Arnþór Ari spilaði 20 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk.
Arnþór Ari spilaði 20 leiki í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði þrjú mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnþór Ari Atlason, leikmaður Fram, hefur fundað með FH og Víkingi en þetta staðfesti hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson á Vísi.is.

„Ég hef rætt við FH og Víking. Ég settist niður með þeim og sá hvað þau höfðu að segja og bjóða,“ sagði Arnþór sem er 21 árs og gekk í raðir Fram frá Þrótti fyrir ári síðan.

„Ég er ennþá opinn fyrir öðru, en þessi lið virðast svona spenntust fyrir mér.“

Arnþór segist hafa fundið fyrir meiri áhuga en hann bjóst við, sérstaklega miðað við gengi sumarsins en Fram féll úr Pepsi-deildinni.
Hvernig fer Man City - Arsenal á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner