Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. október 2014 14:53
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið CSKA og Man City: Leikið fyrir luktum dyrum
Frank Lampard meiddist í síðasta leik.
Frank Lampard meiddist í síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Manchester City heimsækir CSKA Moskvu í E-riðli Meistaradeildarinnar klukkan 16 en fylgst verður með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.

Manchester City þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga von um að komast upp úr riðlinum en liðið er aðeins með eitt stig að loknum tveimur leikjum. CSKA er stigalaust á botninum.

Roma sem er með fjögur stig í öðru sætinu fær topplið Bayern München í heimsókn í kvöld. Bæjarar eru með sex stig í efsta sætinu.

Frank Lampard var borinn af velli á börum í 4-1 sigrinum gegn Tottenham um síðustu helgi og spilar ekki í kvöld. Leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum en CSKA er að taka út refsingu fyrir ólæti stuðningsmanna.

Byrjunarlið CSKA Moskvu: Akinfeev, Fernandes, V. Berezutski, Ignashevich, Shchennikov, A. Berezutski, Natcho, Tosic, Eremenko, Milanov, Musa.

Byrjunarlið Man City: Hart, Zabaleta, Mangala, Kompany, Kolarov, Fernando, Toure, Milner, Silva, Dzeko, Aguero.
(Varamenn: Caballero, Clichy, Sagna, Demichelis, Fernandinho, Navas, Jovetic)
Athugasemdir
banner
banner
banner