Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. október 2014 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Carragher vill sjá Balotelli á bekknum gegn Real
Carragher í leik með Liverpool.
Carragher í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli.
Mario Balotelli.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að hann myndi setja stjörnuframherjann Mario Balotelli úr liðinu fyrir stórleikinn gegn Real Madrid annaðkvöld.

Balotelli hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir daufa frammistöðu sína eftir að hafa komið frá AC Milan í sumar. Var hann sérlega slakur í 3-2 sigri á QPR um helgina og segir Carragher að ekki sé pláss fyrir slíka farþega gegn Evrópumeisturunum.

,,Hann hleypur ekki nægilega mikið," sagði Carragher, sem í dag er sérfræðingur hjá Sky Sports.

,,Gegn Real Madrid þarf maður að vinna stuðningsmennina á sitt band. Liverpool þarf að finna sama form og í fyrra og halda pressunni. Það vantar þá orku sem við sáum í kringum liðið í fyrra. Hún hefur sést einu sinni á þessu tímabili - gegn Tottenham."

,,Ákvörðunin sem ég myndi taka væri að setja Coutinho inn fyrir Balotelli. Ég myndi ekki láta Balotelli spila þennan leik."

,,Þeir geta ekki haft neina farþega gegn Real Madrid."
Athugasemdir
banner
banner
banner