þri 21. október 2014 23:21
Elvar Geir Magnússon
Cavani búinn að læra sína lexíu - Miðaði í jörðina
Dómarinn var sáttur við þetta fagn.
Dómarinn var sáttur við þetta fagn.
Mynd: 101greatgoals.com
Það vakti mikla athygli síðasta föstudag þegar Edinson Cavani fékk rautt í kjölfarið á sínu hefðbundna byssufagni sem hann tók.

Úrúgvæinn er vanur því að skjóta úr ímyndaðri byssu þegar hann fagnar mörkum sínum og miðar þá í áhorfendaskarann. Dómaranum sem dæmdi leikinn á föstudag fannst fagnið ekki við hæfi og lyfti upp spjaldinu.

Í kvöld skoraði Cavani sigurmarkið í 1-0 sigri PSG gegn BATE í Meistaradeildinni en markið kom seint í leiknum.

Þessi 27 ára sóknarmaður hefur greinilega lært sína lexíu því hann miðaði ímynduðu byssunni beint niður í jörðina en ekki til áhorfenda til að forðast mögulega áminningu.

PSG er á toppi F-riðils í Meistaradeildinni með sjö stig að loknum þremur umferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner