Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 16:30
Magnús Már Einarsson
Eggert Gunnþór í aðgerð á morgun
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson mun fara í aðgerð á morgun en hann hefur verið að glíma við þrálát nárameiðsli í nokkra mánuði.

,,Ég verð vonandi góður eftir 4-6 vikur," sagði Eggert við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta er búið að vera svolítið steikt. Ég hef reynt að laga þetta í sjúkraþjálfun og styrkingum en alltaf þegar ég byrjaði að æfa aftur á fullu þá kom þetta aftur. Það hefur verið pirrandi að vera meiddur svona lengi."

Hinn 26 ára gamli Eggert komst að samkomulagi um starsflok hjá portúgalska félaginu Belenenses í sumar eftir eins árs dvöl þar. Hann segir framhaldið óráðið.

,,Ég ætla fyrst og fremst að ná mér góðum. Hvort sem ég geri það hér heima eftir aðgerðina eða geri það úti hjá einhverju liði. Ég leyfi þessu að þróast og sé hvernig ég kem út úr aðgerðinni."

,,Það var einhver áhugi í sumar og fram eftir hausti en ég hef ekki mikið verið að spá í því að undanförnu. Ég hef bara verið að reyna að ná mér af meiðslunum og er ekki í stressi eins og er."

Athugasemdir
banner
banner
banner