Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 21. október 2014 13:15
Magnús Már Einarsson
Engin raunhæf tilboð borist í Hauk Heiðar
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar hafa ekki fengið nein spennandi tilboð í bakvörðinn Hauk Heiðar Hauksson.

Haukur Heiðar átti frábært tímabil með KR og mörg erlend félög hafa verið að skoða hann. KR-ingar hafa fengið tilboð í Hauk sem þeir hafa ekki verið ánægðir með.

,,Það er alltaf eitthvað verið að þreifa á einhverju," sagði Baldur Stefánsson varaformaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Því miður er það alltof oft sem þessi tilboð eru óraunhæf. Það hefur ekki borist neitt raunhæft tilboð í Hauk Heiðar. Ég veit ekki hvort að þau félög sem hafa sýnt honum áhuga muni koma með slík tilboð."

,,Þetta er lykilmaður í góðu liði og hann er komin í íslenska landsliðshópinn. Við höfum okkar hugmyndir um það hvers virði slíkur leikmaður er. Að sjálfsögðu viljum við hjálpa Hauki að komast að erlendis ef forsendur eru réttar fyrir báða aðila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner