Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 21. október 2014 18:30
Elvar Geir Magnússon
Enn tveir mánuðir í De Jong
Siem de Jong.
Siem de Jong.
Mynd: Getty Images
Það eru enn tveir mánuðir í að hollenski miðjumaðurinn Siem de Jong hjá Newcastle verði klár í slaginn en hann er að glíma við erfið meiðsli.

Þessi 25 ára leikmaður kom til Newcastle á 6 milljónir punda frá Ajax í júlí. Hann lék aðeins þrjá leiki áður en hann meiddist á hné.

De Jong segir á Facebook að hann sé sannfærður um að hann komi sterkur til baka. Hann megi hægt og rólega fara að byggja upp styrk og ganga án þess að vera með hækjur.

Newcastle er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig úr átta leikjum en liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Leicester á laugardag. Næstu tveir deildarleikir eru gegn Tottenham og Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner