þri 21. október 2014 12:04
Elvar Geir Magnússon
Fjalar gæti samið aftur við Val - Hefur rætt við annað félag
Fjalar Þorgeirsson
Fjalar Þorgeirsson
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Markvörðurinn reyndi Fjalar Þorgeirsson stefnir á að spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Hinn 37 ára gamli Fjalar verður mögulega áfram í Val þó að félagið hafi sagt upp samningi hans á dögunum.

,,Ég hitti Óla Jó og Bjössa (Sigurbjörn Hreiðarsson) um daginn þar sem þeir tjáðu mér að þeir vildu halda mér. Stjórnin mun því hafa samband í vikunni en það er ekkert komið lengra en þetta," sagði Fjalar við Fótbolta.net í dag.

Fjalar hefur einnig verið orðaður við önnur félög í Pepsi-deildinni.

,,Í síðustu viku hitti ég þjálfara og forráðamenn eins Pepsi-deildar liðs og ég á von á því að heyra í þeim aftur á næstu dögum," sagði Fjalar.

Fjalar hefur varið mark Vals undanfarin þrjú ár. Hann spilaði 16 deildarleiki í sumar en missti svo sæti sitt til Antons Ara Einarssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner