Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 21. október 2014 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Hiddink verður áfram landsliðsþjálfari Hollands
Guus Hiddink á blaðamannafundi eftir tapið gegn Íslandi.
Guus Hiddink á blaðamannafundi eftir tapið gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guus Hiddink verður áfram landsliðsþjálfari Hollands eftir að hafa rætt við formenn þarlends knattspyrnusambands í dag.

Þessi fyrrum þjálfari Real Madrid og Chelsea tók við Hollandi eftir frábært HM 2014 af Louis van Gaal en liðið hefur valdið miklum vonbrigðum í undankeppni EM 2016 til þessa.

2-0 tap gegn Íslandi á Laugardalsvelli setti allt í háaloft í Hollandi og var talið að Hiddink yrði látinn taka pokann sinn, en nú er ljóst að svo verður ekki.

,,Við áttum frábært heimsmeistaramót og það er oft erfitt að komast aftur í gang eftir það. Það sést líka á öðrum evrópskum landsliðum," sagði Bert van Oostveen, formaður hollenska knattspyrnusambandsins.

,,Eftir þessi svekkjandi úrslit höfum við komist að samkomulagi um nokkra mikilvæga hluti til að ná markmiði okkar: að komast í lokakeppni EM. Hollenska knattspyrnusambandið hefur fulla trú á að það takist með núverandi starfsfólki og leikmönnum."

Hiddink hafði sjálfur þetta að segja: ,,Það er augljóst að við höfðum betri úrslit í huga þegar undankeppnin byrjaði. Nú er mikilvægt að við stöndum saman og reynum að ná markmiði okkar."

Athugasemdir
banner
banner
banner