Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. október 2014 14:16
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Kárason gæti farið frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Kárason gæti verið á förum frá Val en hann sagði samningi sínum við Hlíðarendafélagið upp.

„Ég hitti Valsmenn á eftir en þessi mál eru öll í skoðun," segir þessi 23 ára leikmaður sem kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Orðrómur er í gangi um að nýliðar Leiknis í Pepsi-deildinni hafi áhuga á Kolbeini sem staðfestir að hafa rætt við annað félag en Val.

Kolbeinn hefur leikið með meistaraflokki Vals síðan 2011 en það ár lék hann einnig með Tindastóli í 1. deildinni á lánssamningi.
Athugasemdir
banner